![]() |
[ flekar ] sýningarskrá / flekar / listasafn kópavogs - gerðarsafn / 1995 > |
Ég á heima á afskekktri eyju sem heitir tungumál, hún er stór og vogskorin, girt þverhníptum hömrum á alla vegu. Miðja hennar er þéttbýl, en byggðin er strjálli úti með ströndinni, þar sem stórir hlutar hennar hafa gleymst og horfið í Þagnarhafið. En eyjan mín er þó í stöðugum vexti; sum ljóð eru svo stór að þau rúma heilu borgirnar; sumar setningar svo gjöfular að þær metta alla eyjarskeggja. Það nægir að hvísla, ganga fyrir björg og varpa sér í djúp Þagnarhafsins; þá myndast ný og áður óþekkt landssvæði. Í þessum vogi má finna ýmislegt; ég er að smíða fleka, því hafið kallaði. |
|
< | > | ||