[ einar garibaldi eiríksson ]
annað >
heim | verk | sýningar | myndraðir | ferilskrá | annað | english
sýningarstjórn | eigin skrif | umfjöllun | útgáfa | vinnustofa | krækjur | leiðsögn


[ bönd ]
sýningarskrá /
bönd /
gallerí slunkaríki /
1997 >
Ég er fæddur vestur á fjörðum, í litlu fiskimannaþorpi sem er í senn fagurt og hrikalegt. Ég bjó þar ekki lengi, en á sumrin hélt ég vestur í reglulegar heimsóknir. Æskuminningarnar tengjast þessum stað; fjörunni og ánni framan við húsið hennar ömmu. En síðan dó amma og hætti að senda kleinur. Tengslin rofnuðu. Og það var ekki fyrr en löngu síðar að mér var boðið að sýna þar. Þá fór ég að hugsa um bönd sem hnýta saman fólk og staði. Bönd sem auka samskipti og bönd sem fjötra í einangrun. Ég greip símaskrána til að finna fjörðinn minn. Opnaði gulu síðurnar og leitaði að öllu sem við kemur samskiptum. Allar stofnanir, öll fyrirtæki, alla skóla, allt sem færir saman fólk og hugmyndir. Djúpbáturinn, Blómabúðin, Flugfélagið, Ríkið, hvaðeina. Að lokum fannst mér rétt að rista táknmyndir þeirra í flekana mína. Á myndirnar sem fleyttu mér hingað aftur.




 
     
  < | >  
     


2024 © [ einar garibaldi eiríksson ]