[ einar garibaldi eiríksson ]
annað >
heim | verk | sýningar | myndraðir | ferilskrá | annað | english
sýningarstjórn | eigin skrif | umfjöllun | útgáfa | vinnustofa | krækjur | leiðsögn


 
[ sumardagar ]
timo valjakka /
sýningarskrá /
serlachius museum - gösta /
finnland /
2017 >
Grand Tour Einars Garibalda Eiríkssonar er verk sem vex áfram og er í stöðugri þróun. Einar hóf gerð þess á Ítalíu í lok tíunda áratugarins. Það samanstendur af fjölda umferðarskilta sem hann hefur fundið á ólíkum stöðum á Ítalíu. Upprunalega vöruðu skiltin við því að vegmerkingum væri ólokið. Þrátt fyrir að þau lýti öll eins út, þá er hvert þeirra í raun einstakt málverk -verk nafnlausrar handar, þar sem einfaldað, svart-hvítt myndmál skiltanna minnir á slagkraft popplistarinnar.

Allir vegir liggja til Rómar, eins og hið fornkveðna segir. Skilti Einars leiða okkur eftir þjóðvegunum sem tengja saman menningarborgir eins og Flórens, Róm og Napólí. Og allt til hinnar fornu Rómar og til ríkrar sögu Ítalíu.

Titill verksins minnir á langar ferðir á sögu- og menningarstaði sem meðlimir evrópskra aðalsmanna fóru í við lok náms síns á fyrri hluta 19. aldar. Fjársjóðir ítalskrar listar og byggingarlistar hafa haldið áfram að vera ómissandi áfangastaðir fyrir listamenn allt fram á okkar daga.

Grand Tour Einars Garibalda er í senn sjónrænt forvitnilegt og hugmyndafræðilega flókið verk, um leið og það er virðingarvottur til stórra listamanna og ferðalanga fyrri alda.

 
     
  < | >  
     


2024 © [ einar garibaldi eiríksson ]