[ einar garibaldi eiríksson ]
annað >
heim | verk | sýningar | myndraðir | ferilskrá | annað | english
sýningarstjórn | eigin skrif | umfjöllun | útgáfa | vinnustofa | krækjur | leiðsögn


 
[ er ég sá fyrst landabréf ]
brynjúlfur frá minna - núpi
( 1838 - 1914 ) /
sýningarskrá /
landslag /
nýlistasafnið /
1998 >
Þá mun ég hafa verið á tólfta árinu, er svo bar við að ég kom á
annan bæ, og sá þar uppdrátt af Norðurálfunni, þann sem fylgdi Landskipunarfræði Gunnlaugs Oddssonar.

Það þótti mér meira en lítið happ. Skoðaði ég uppdráttinn nákvæmlega, las þar nöfn landanna og sá, að fyrri hugmynd mín um löndin var fjarri réttu. Hún varð nú að víkja og gleymdist brátt, en eftir það hugsaði ég mér löndin eins og þau stóðu á uppdrættinum.

Um leið og mér var sýnt þetta landabréf, var mér sagt, að annar bóndi, sem bjó nokkuð lengra burtu, ætti uppdrætti af öllum heiminum. Var ég ekki í rónni fyrr en ég gat fengið því framgengt, að heimsækja hann og fá að sjá þá. Það voru allir uppdrættirnir, sem fylgdu Landaskipunarfræði Gunnlaugs.

Var ég nú góðum mun fróðari.


 
     
  < | >  
     


2024 © [ einar garibaldi eiríksson ]