[ einar garibaldi eiríksson ]
annað >
heim | verk | sýningar | myndraðir | ferilskrá | annað | english
sýningarstjórn | eigin skrif | umfjöllun | útgáfa | vinnustofa | krækjur | leiðsögn


 
[ ísland í áttatíu og sjö hlutum ]
sýningarskrá /
safnarasýningin /
hoffmannsgallerí - reykjavíkurakademían /
2005 >
Fyrirmynd verksins er að finna á svokölluðum Atlaskortum Landmælinga Íslands er sýnir myndina af Íslandi í 87 hlutum, en saman myndar þessi kortaröð "fullkomnustu" myndina sem við getum fengið af Íslandi. Titillinn vísar í senn til þeirrar bókstaflegu merkingar að verkið byggir á Atlaskortaröðinni og þeirrar goðsagnar eða þjóðtrúar að kortin gefi okkur rétta eða fullkomna mynd af því landi sem við búum í.

Eitt helsta markmið verksins er að afbyggja þá undirliggjandi merkingu sem slík kort birta, eða í það minnsta að hnika á einhvern hátt því mikilvægi sem þau eru gerð til að viðhalda. Slík afhjúpun er ekki ný af nálinni innan myndlistarinnar og kemur meðal annars sterklega í ljós í verkum þeirra Vermeers "Vinnustofa málarans" og El Grecos "Útsýni yfir Toledo", en bæði verkin varpa ljósi á átök beinnar sjónskynjunar og hinnar táknrænu sýnar kortagerðarinnar. Greinilegt er að í verkum sínum eru báðir þessir meistarar að velta fyrir sér ólíku hlutverki landakortsins og málverksins í myndrænni framsetningu verunnar.

Þarna er myndlistin farin að hafa áhuga á sýnileik tungumálsins fremur en augans. Meðal annars þeirri spurningu hver sé munurinn á landi og mynd af þessu sama landi? Með hvaða hætti birtist pólitík, vísindi, trú og þekking og með hvaða hætti breyta þessir hlutir sjónrænni ásýnd jafnt sem táknrænni framsetningu þessa lands? Hver er höfundur þessarar myndar og hvernig hefur Atlaskortaröðin haft áhrif á það hvernig við skynjum eða sjáum fyrir okkur Ísland? Sjáum við það í raun og veru, eða sjáum við aðeins það sem okkur hefur verið bent að horfa á af kortagerðarmönnunum?
 
     
  < | >  
     


2024 © [ einar garibaldi eiríksson ]