[ einar garibaldi eiríksson ]
forsíða >
heim | verk | sýningar | myndraðir | ferilskrá | annað | english



Ég er málari sem gerir myndir af myndum. Ég tengist
heiminum í gegnum gjörðina að mála. Á vinnustofunni
heyri ég raddir. Ég finn angan lita er bera nöfn genginna
meistara. Ég er umlukinn rými málverksins allt frá því
augnabliki að ég tek upp pensilinn. Ber striginn er langt
frá því að vera auður. Upphafið er hér, hefð málverksins.
Mynd eftir mynd, þar sem ekkert er upp fundið.