[ einar garibaldi eiríksson ]
annað >
heim | verk | sýningar | myndraðir | ferilskrá | annað | english
sýningarstjórn | eigin skrif | umfjöllun | útgáfa | vinnustofa | krækjur | leiðsögn


 
[ te og síld ]
paolo thea /
sýningarskrá /
costellazione /
accademia di belle arti di brera /
milano /
1989 >
Í sýningarskrá Einars er lá frammi á sýningu hans í Nýlistasafninu nýverið, mátti sjá litla ljósmynd af honum, þar sem hann virðist vera að virða fyrir sér sólarljósið (eða jafnvel tungslins?).

Líklega er það ekki nema fyrir ókunnugan áhorfanda sem mig, að tengja þessa mynd við hina frægu ljósmynd af Munch; þar sem hann gefur sig listinni, í flæðarmálinu, nakinn undir sólinni, á stað sem ekki er helgaður listinni. Vinnustofu sem er óvarin og opin fyrir hverskonar áreyti, jafnt Eddukvæðum sem Norrænni goðafræði.

Mér kemur þetta í huga, þar sem málverk Einars búa ekki yfir neinum markalínum. Þvert á móti eru þau full ákafa og virðast kvikna af beinni snertingu við umhverfi sitt. Þau leitast við að mæta náttúrunni árekstrarlaust og finna í henni áhrifamikla örvun. Þannig eru málverk Einars allt annað en fínleg, þau eru ekki ofin úr flóknum þráðum tenginga, heldur renna álíka frjálslega og yfirborð íslenskrar náttúru. Þau eru samofin jafnvægisþrá hans og löngun til að verða eitt með náttúrunni.

Málverk hans og teikningar eru ævinlega tvívið, en lögun þeirra og framsetning í rýminu kallast á einkennilegan hátt við frásagnaraðferðir Bayeux - refilsins, mikilvægasta sjónlistarverki norrænna víkinga. Jafnvel skrásetning Einars af sýningu hans í Nýlistasafninu vísar til þessarar hefðar, þar sem skrásetningin líkt og umbreytist í línulaga frásögn sem aðferð við að hemja brotakenndan veruleika okkar.

 
     
  < | >  
     


2024 © [ einar garibaldi eiríksson ]